Frjálslyndi og víðsýni

Stefnumótunarfundur Viðreisnar verður á Grand Hóteli fimmtudaginn 4. júní klukkan 16.30-18:30. Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja vinna að undirbúningi starfsins og aðhyllast frjálslynda stefnu þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum.

Nauðsynlegt er að menn skrái sig fyrirfram á fundinn. Fundargjald er 1.500 krónur en ókeypis fyrir nemendur (nemendur skrá sig með því að senda tölvupóst á vidreisnin@vidreisnin.is). Smellið hér fyrir dagskrá og fyrirkomulag.

Markmið

Réttlátt samfélag
Réttlátt samfélag

Vel skilgreindur réttur allra til góðrar menntunar og heilbrigðisþjónustu og gróska í menningarlífi. Lífskjör á Íslandi svipuð og í nágrannalöndum.

Jafnvægi
Jafnvægi

Stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Verðmætasköpun með hugviti og skynsamlegri nýtingu auðlinda nú og til framtíðar. Hallalaus fjárlög og skuldir ríkisins lækkaðar.

Viðskiptafrelsi
Viðskiptafrelsi

Markaðslausnir þar sem við á, gjaldeyrishöft felld niður, engar samkeppnishindranir. Frelsi, jafnrétti, lýðræði og jafn atkvæðisréttur fyrir alla.

Vestræn samvinna
Vestræn samvinna

Samningaviðræðum við Evrópusambandið lokið með hagstæðasta hætti fyrir Íslendinga og samningur borinn undir þjóðina.

Skráning

Skráning

Nöfn þeirra sem skrá
sig verða ekki birt.

Ég vil taka virkan þátt í undirbúningnum

* Staðfesting er send í tölvupósti. Nánari upplýsingar um síðuna.